SKÁLDSAGA Á ensku

Ulysses

Skáldsagan Ulysses eftir James Joyce kom fyrst út á bók árið 1922 og er almennt talin með helstu bókmenntaverkum módernismans. Sagan spannar einn hversdagslegan dag, þann 16. júní 1904, í lífi ungs manns að nafni Leopold Bloom. Höfundur setur fram ýmsar hliðstæður á milli skáldsögunnar og Ódysseifskviðu, en Ulysses er latneskt heiti hetjunnar Ódysseifs. Sagan hlaut misjafnar viðtökur þegar hún kom út, var meðal annars færð fyrir dómstól í Bandaríkjunum fyrir ósiðsemi. En hvað sem því líður hefur hún fyrir löngu skipað sér sess sem eitt af fremstu verkum heimsbókmenntanna. Þess má einnig geta að 16. júní er af mörgum Joyce-aðdáendum haldinn hátíðlegur sem „Bloomsdagur“.


HÖFUNDUR:
James Joyce
ÚTGEFIÐ:
2022
BLAÐSÍÐUR:
bls. 752

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :